2
Beinvernd er landssamtök áhugafólks
um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra.
Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í
Reykjavík og var Ólafur Ólafsson þáverandi
landlæknir aðalhvatamaðurinn að stofnun
félagsins.
Starfsemi félagsins felst fyrst og fremst í
fræðslu- og kynningarstarfi. Starfsmaður
Beinverndar heimsækir vinnustaði,
félagasamtök og skóla auk þess að halda
námstefnur og hringborðsumræður. Félagið
styður einnig við ýmis beinverndarátök um
allt land, ýmist með því að senda fulltrúa sinn
á staðinn eða með því að dreifa fræðsluefni.
Útgáfa hefur einnig verið stór þáttur í
starfseminni.
Beinvernd er í alþjóðlegu beinverndar-
samtökunum International Osteoporosis
Foundation (IOF) og hefur tekið virkan þátt í
samtökunum frá árinu 2000. Beinvernd hefur
í tvígang unnið til verðlauna frá samtökunum
fyrir framsækið beinverndarstarf, fyrst árið
2002 og aftur árið 2005.
Á alþjóðlegum beinverndardegi þann
20. október 1999 var undirritaður
samstarfssamningur Beinverndar og
Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins til
þriggja ára. Þessi samningur gerði félaginu
kleift að ráða framkvæmdastjóra í hálft
starf til að hafa umsjón með starfsemi
félagsins. Um mitt ár 2000 var Halldóra
Björnsdóttir íþróttafræðingur ráðin í starfið.
Samstarfssamningur Beinverndar og
Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins hefur verið
endurnýjaður en félagið hefur einnig fengið
styrki frá Fjárlaganefnd Alþingis, Pokasjóði
og Styrktarsjóði Baugs Group til einstakra
verkefna.
Stofnuð voru fjögur landshlutafélög, á
Norðurlandi, Vestfjörðum, Austurlandi og
Suðurlandi. Starfsemi svæðisfélagsins á
Suðurlandi var mjög öflug um árabil en nú hafa
svæðisfélögin verið lögð niður.
Stofnandi Beinverndar:
Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir
Verndari samtakanna:
Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigðisráðherra
Stjórn félagsins skipa:
Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent og gigtlæknir,
formaður
Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur,
gjaldkeri
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ritari
Anna Pálsdóttir, líftæknifræðingur,
meðstjórnandi
Dr. Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent og
sjúkraþjálfari, meðstjórnandi
Ólafur Gunnar Sæmundsson,
næringarfræðingur, meðstjórnandi
Varamenn í stjórn eru:
Prófessor Gunnar Sigurðsson og
Dr. Laufey Steingrímsdóttir
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Björnsdóttir
Beinvernd heldur úti vefsíðu,
www.beinvernd.is, og Facebook-síðu,
www.facebook.com/beinvernd.
Viltu gerast félagi?
Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar
í Beinvernd geta haft samband við
Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra
félagsins, í síma eða sent tölvpóst.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Beinvernd
Pósthólf 161 · 270 Mosfellsbær
Sími 897 3119
www.beinvernd.is
Um félagið Beinvernd
Fróðleikur:
Þann 20. október ár
hvert heldur Beinvernd
upp á hinn alþjóðlega
beinverndardag
ásamt 192 félögum í
94 löndum. Að þessu
sinni er lögð áhersla á
að vekja athygli á starfi
beinverndarfélaga.
Fréttabréf Beinverndar
hefur komið út tvisvar á ári síðan árið
2003 og verið dreift á heilsugæslustöðvar,
sjúkrahús og fleiri valda staði. Núna á
árinu 2009 kemur fréttabréfið út einu sinni
en að þessu sinni mun það berast inn á öll
heimili í landinu. Þannig leitast Beinvernd
við að koma boðskap sínum á framfæri við
sem flesta.
Auk þess að vekja athygli á starfsemi
Beinverndar þá er fréttabréf sem þetta
góður vettvangur til þess að vekja
almenning til vitundar um beinþynningu.
Þekking er besta vopnið gegn
sjúkdómnum. Því miður eru enn of margir
sem vita lítið um beinþynningu og úr því
þarf að bæta. Enn fremur vonast ég til
að fréttabréfið minni íslensk stjórnvöld
á mikilvægi forvarnarstarfs gegn
sjúkdómnum því kostnaður samfélagsins
sem af honum hlýst er gríðarlegur.
Svo dæmi sé tekið má reikna með að
kostnaður af einu mjaðmarbroti hlaupi
á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Þar sem
árlega verða um 200-250 mjaðmarbrot
á Íslandi af völdum beinþynningar má
gróflega áætla að kostnaður heilbrigðis-
kerfisins af þessari einu tegund brota nemi
allt að hálfum milljarði króna á ári.
Fé sem varið er til forvarna er af mjög svo
skornum skammti hér á landi og ekki síst
nú á tímum efnahagslegra þrenginga. Það
að félag eins og Beinvernd skuli vera til og
hafa bolmagn til að uppfræða almenning
um beinþynningu samfara því að hvetja
til heilbrigðra lífshátta er því til hreinna
hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem við búum í.
Lifið heil.
Eyrún Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Markmið félagsins eru
eftirfarandi:
• Að vekja athygli almennings og
stjórnvalda á beinþynningu sem
heilsufarsvandamáli.
• Að standa að fræðslu meðal
almennings og heilbrigðisstétta,
og miðla þekkingu, sem á
hverjum tíma er fyrir hendi, um
beinþynningu og varnir gegn
henni.
• Að stuðla að auknum
rannsóknum á eðli, orsökum og
afleiðingum beinþynningar og
forvörnum gegn henni.
• Að eiga samskipti við önnur félög
á svipuðum grundvelli.
Þekking er besta vopnið