4
Margrét Lára Viðarsdóttir
knattspyrnukona
Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd í
Vestmannaeyjum 25. júlí 1986. Hún hóf
ung að stunda íþróttir, aðeins 6 ára gömul,
og lék knattspyrnu með Tý og ÍBV í Eyjum.
Þaðan gekk hún til liðs við Val og síðar fór
hún til Þýskalands og lék með Duisburg.
Í dag leikur hún knattspyrnu í Svíþjóð þar
sem hún lék fyrst með Linköping en er nú
leikmaður Kristianstad. Margrét Lára var
aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-
landsleik og hefur nú, 23ja ára gömul, leikið
58 landsleiki og skorað 51 mark undir merki
Íslands.
Á bak við slíkan árangur hljóta að búa
viðhorf, bæði til líkama og sálar, sem
forvitnilegt væri að kynnast. Margrét Lára
brást góðfúslega við því að svara nokkrum
spurningum fyrir lesendur fréttabréfs
Beinverndar.
Að lifa heilbrigðu og góðu lífi
Ég reyni að lifa heilbrigðu og góðu lífi.
Líkami minn er mitt atvinnutæki eins og
stendur og því þarf ég að hugsa vel um að
hvíla mig, borða rétt og æfa ötullega. Síðan
skiptir miklu máli að láta sér líða vel og
vera umkringd góðu fólki sem styður mann.
Foreldrar mínir höfðu mikil áhrif á mig og ég
á vini sem ég lít mikið upp til. Það er margt
frábært fólk í kringum mig sem hefur hjálpað
mér mikið til þess að ná þeim árangri sem
ég hef náð.
Ég hef alltaf trú á að ég vinni og
nái settu marki
Til þess að ná langt þarf fyrst og fremst að
trúa því að allt sé hægt. Þótt hundrað veggir
séu á leiðinni verður bara finna leiðir framhjá
þeim en ekki snúa við. Það er mikil vinna
Viðtöl:
Meginreglan á að vera sú
að borða fjölbreytta og góða
fæðu.
að ná árangri og margar fórnir sem maður
verður að vera tilbúin til þess að færa. Allt
er það þess virði þegar maður loks nær
sínum markmiðum. Ég er að gera það sem
mér finnst skemmtilegast og það skiptir mig
miklu máli. Mér finnst forréttindi að geta æft
og spilað fótbolta alla daga. Ég hef eignast
marga af mínum bestu vinum í gegnum
minn fótboltaferil og það er eitthvað sem
maður á eftir að búa að alla sína ævi. En á
bak við allt þetta er löngun mín til þess að
ná árangri. Ég set mér háleit markmið og
geri allt til þess að ná þeim. Keppnisskap
og metnaður drífur mig áfram. Ég vil aldrei
gefast upp og hef alltaf trú á að ég vinni og
nái settu marki.
Líkaminn er vél sem þarf að ganga
Ég hef alltaf hugsað mikið um mataræði
mitt. Líkaminn er vél sem þarf að ganga
og því er mikilvægt að setja rétta orku á
hana. Það er allt í lagi að leyfa sér einstaka
sinnum örlitla óhollustu en meginreglan á að
vera sú að borða fjölbreytta og góða fæðu.
Ég tek reglulega inn svokallaða sportþrennu
sem inniheldur meðal annars lýsistöflur.
Að lokum ráð til ungra
íþróttaiðkenda:
Það skiptir ekki máli hvað maður heitir eða
hvaðan maður kemur. Allt er hægt ef þú ert
tilbúin að leggja nægjanlega mikið á þig.
Mikilvægt er að hafa trú á sjálfri sér, setja
markið hátt, æfa vel og hugsa vel um sig.
Árangursrík leið til að byggja upp og viðhalda sterkum beinum er að stunda
íþróttir sem reyna kröftuglega á beinin með hjálp af þunga líkamans. Boltaíþróttir,
s.s. blak, fótbolti, handbolti og körfubolti, eru vel til þess fallnar því þær fela í sér
þá hreyfingu og álag sem styrkir beinin.
Karlalandslið Íslands í handbolta og kvennalandslið Íslands í fótbolta hafa náð
árangri sem eftir er tekið bæði innan lands sem utan. Handboltastrákarnir okkar
unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og stelpurnar okkar
komust í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta sem fram fór í sumar. Við spurðum
landsliðsfólkið, Margréti Láru Viðarsdóttur og Snorra Stein Guðjónsson, hvað
íþróttafólk þurfi að gera til að komast alla leið í íþróttum á alþjóðavettvangi?
Æfa mikið, borða og sofa vel
Vissir þú ...
...
að beinin þarfnast
bæði næringar
og áreynslu til að
haldast sterk og
heilbrigð