Previous Page  3 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 16 Next Page
Page Background

www.beinvernd.is

3

Ýsa með eplum,

kotasælu og grískri

jógúrt

600-800 g ýsa

3 msk. heilhveiti

50 g smjör

1 stk. epli

1 stk. laukur meðalstór

salt og svartur pipar

Sósa:

1 dós kotasæla með ananas

1 dl

matreiðslurjómi

200 g grísk jógúrt

1 bréf 50 g coconut curry spice

paste

(asian home gourmet)

1 msk. maisenamjöl

Aðferð

:

Steikið fiskinn á pönnu, bætið

við lauk og eplum. Hrærið

saman innihaldi sósunnar. Hellið

blöndunni yfir fiskinn og látið sjóða

við vægan hita í 4-6 mínútur. Borið

fram með hrísgrjónum og góðu

salati.

Gagnlegt:

Beinþynning gerir það að verkum að bein

verða stökk og brothætt. Beinþynning er

algengur sjúkdómur og til að stemma stigu

við frekara beintapi er nauðsynlegt að stunda

hæfilega líkamshreyfingu á hverjum degi en

um leið verður jafnframt að taka tillit til skerts

álagsþols beinanna.

Ef þú ert með beinþynningu, þá skaltu hafa

hugföst eftirfarandi atriði við daglega

þjálfun:

Bakréttuæfingar verða að

vera sársaukalausar og

kviðvöðva verður að styrkja

án þess að framkalla beygju

á bakið um leið. Temdu þér

að vera bein(n) í baki við allar

daglegar athafnir, t.d. þegar þú

situr og þegar þú stendur á fætur.

Þú skalt styrkja vöðvana með því að lyfta

lóðum eða stunda aðrar æfingar sem

byggja hvorki á hraða né leiða af sér

óvænt högg.

Teygðu varlega og rólega á bolvöðvum og

axla- og lærvöðvum.

Stundaðu gönguþjálfun, notaðu jafnvel

Líkamsþjálfun fyrir fólk með

beinþynningu

göngustafi og reyndu að forðast högg

undir fót.

Gerðu daglegar öndunaræfingar og

kappkostaðu að draga djúpt andann

til að reyna á og styrkja neðri hluta

brjóstkassans. Ef þú ert bogin(n) í baki,

kynntu þér þá tiltæk hjálpartæki sem

auðvelda þér daglegt líf svo að þú þurfir

síður að reyna á bakið.

Tryggðu þér daglega slökun

og hvíld.

Hugaðu að forvörnum gegn

byltum.

Reyndu ávallt að komast hjá

álagi á bogið og eða snúið bak.

Lengdu þjálfunina og reyndu smám saman

meira á þig, en bara annað í einu. Mundu

að öll góð hreyfing sem eykur vellíðan þína

gerir þér gagn og fyrir suma getur verið gott

að þjálfa oft og lítið í einu til að byrja með. Öll

þjálfun sem vinnur gegn beinþynningu á að

vera sársaukalaus. Daglegt viðhald hreyfigetu

er alltaf mikilvægt en sé beinþynning til staðar

er það nauðsynlegt til að eiga góða daga.

Beinþynning er algengur sjúkdómur og til að stemma stigu við frekara beintapi er nauðsynlegt að stunda

hæfilega líkamshreyfingu á hverjum degi.

Vissir þú ...

... að beinþynning

hefst oft hjá konum

eftir tíðahvörf og er

beintapið

einatt mikið fyrsta

áratuginn eftir

Tekið úr bæklingi Beinverndar

Sterk bein

fyrir góða daga.