Previous Page  11 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 16 Next Page
Page Background

11

www.beinvernd.is

Íþrótta- og orkudrykkir

henta börnum ekki

Ástæðulaust er aðgefabörnum íþrótta-

drykki, jafnvel þótt þau stundi íþróttir

daglega. Mikilvægt er að drekka vatn

fyrir æfingu, meðan á henni stendur og

á eftir, einnig að borða vel nokkru fyrir

æfingu og eftir æfingu.

Orkudrykkir innihalda örvandi efni,

m.a. koffín, og henta því börnum alls

ekki. Slíkir drykkir geta haft ýmis

óæskileg áhrif sem börn eru sérlega

viðkvæm fyrir. Því er æskilegt að

venja ung börn við að drekka vatn og

mjólk sem oftast og ef til vill stöku

sinnum hreinan safa.

Börn þurfa að eiga völ á réttum drykkjum.

Fylltur kjúklingur

með villisveppa-

osti, sveppum

og epli

Fyrir 4–6

Hráefni:

1 heill kjúklingur, helst stór

2 msk olía

1 tsk rósmarín

Fylling:

1 rifinn villisveppaostur

2 msk rjómaostur með svörtum pipar

100 g laukur, saxaður

100 g sveppir, saxaðir

½ epli, skorið í smáa bita

60 g spínat, saxað

50 g ristaðar furuhnetur

1 tsk þurrkað rósmarín

Salt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Þerrið kjúklinginn vel og smyrjið

með olíu og kryddið með rósmaríni,

salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Blandið saman fyllingunni og hrærið

vel saman, setjið

af fyllingunni inn

í kjúklinginn. Smeygið restinni af fyll-

ingunni undir skinnið á kjúklingum.

Steikið kjúklinginn við 170°C í 50–

60 mínútur eða þar til kjúklingurinn

er steiktur í gegn. Berið fram með

ofnbökuðum sætum kartöflum og

kartöflubátum

Það sem

heilbrigðis-

starfsmenn

geta gert

Allir heilbrigðisstarfsmenn

ættu að verameðvitaðir um

einkenni samfallsbrota en þau eru:

Lækkun á líkamshæð (meira en 3 cm).

Bráður verkur í baki eða langvarandi bakverkur.

Aukin afmyndun hryggjar (kryppa/herðakistill).

Útstandandi kviður og jafnvel öndunarerfiðleikar, bakflæði og önnur

óþægindi frá meltingarvegi.

Hreyfigeta í hrygg er takmörkuð, t.d. erfiðleikar með frambeygju, að rísa

á fætur, klæða sig, ganga upp stiga, þörf á hjálpartæki við gang, s.s.

göngugrind eða staf.

Allt þetta getur haft áhrif á andlega líðan og valdið kvíða og þunglyndi.

Myndgreining er talin besta leiðin til að greina og staðfesta samfallsbrot í

hrygg. Einnig er unnt að greina samfallsbrot með annarri myndgreiningu

(tölvusneiðmyndum eða segulómun). Jafnvel er unnt að greina samfalls-

brot með beinþéttnimælingu.

Röntgenlæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn ættu að skrá öll samfallsbrot

í hrygg, einnig þau sem greinast af tilviljun, t.d. þegar lungu og hjarta eru

mynduð, sem BROT til þess að koma skýrum skilaboðum á framfæri við

meðferðaraðila.

Virk lyfjameðferð minnkar áhættuna á frekari samfallsbrotum um 30%–70%

hjá konum eftir tíðahvörf.

Beinþéttnimæling

.