12
Beinin þurfa kalkríka fæðu.
Hver eru áhrif næringar á
beinin?
Næringin skiptir máli fyrir heilbrigði
beina. Holl fæða frá unga aldri gerir
okkur kleift að mynda sterk bein sem
betur geta staðist áföll síðar meir í
lífinu. Þegar aldurinn færist yfir er
mataræðið ekki síður mikilvægt, því
rétt næring getur spornað gegn því
beintapi sem óhjákvæmilega fylgir
öldrun. Holl og góð fæða alla ævi er
að vísu engin trygging gegn bein-
þynningu fremur en gegn öðrum
mannanna meinum. Næringin er hins
vegar lóð á vogarskálina, lóð sem við
ráðum yfir sjálf og getum nýtt okkur
í hag.
Hvaða næringarefni skipta
mestu máli fyrir beinin?
D-vítamín og kalk eru lykilefnin fyrir
heilbrigð og sterk bein. Kalkið er að
sjálfsögðu eitt af uppistöðuefnum
beina, en D-vítamínið er ekki síður
nauðsynlegt til að við getum nýtt
kalkið úr fæðunni og komið því á
sinn stað í beinin. Nýlegar rannsóknir
benda til þess að oftar en ekki sé það
vöntun á nægu D-vítamíni sem háir
beinheilsu frekar en skortur á kalki.
Fjölmörg önnur næringarefni hafa
áhrif á beinin og einnig kemur sjálft
holdafarið við sögu því mjög grann-
holda fólk og vöðvarýrt hefur gjarnan
þynnri og veikari bein en þeir sem eru
þyngri. Mikil kaffidrykkja og óhófleg
alkóhólneysla liggur auk þess sterk-
lega undir grun sem mögulegur skað-
valdur fyrir beinin, þótt orsakanna sé
ef til vill líka að leita í lélegu mataræði
margra sem neyta mikils af þessum
drykkjum. Of mikið A-vítamín er
heldur ekki gott og sömuleiðis getur
saltríkt fæði, nánar tiltekið frumefnið
natríum, aukið kalkútskilnað um
nýru. Ef saltið verður of mikið tapast
því meira kalk úr líkamanum. Mjög
próteinríkt fæði, sérstaklega mikið
af kjöti, virðist einnig auka kalktap
úr beinum. Þegar allt kemur til alls er
aðalatriðið að borða hæfilega mikið
af fjölbreyttu fæði, auka hlut matar
úr jurtaríkinu, salta í hófi og síðast
en ekki síst tryggja D–vítamínstöð-
una með því að taka lýsi eða D-
vítamínbelgi. Þannig getum
við lagt okkar af mörkum
fyrir sterk og heilbrigð
bein og betri heilsu.
Kalk og bein
Beinin eru nokkurs konar
kalkforðabúr fyrir líkamann.
Meira en 99% af öllu kalki manns-
líkamans er fólgið í þessum eina vef.
Hins vegar gegnir kalkið mjög mikil-
vægu hlutverki utan beina, meðal
annars við storknun blóðs og vöðva-
samdrátt. Þess vegna er kalkmagn
blóðs nákvæmlega stillt þannig að
þar verði hvorki of né van. Ef kalkið
fellur örlítið í blóði og öðrum líkams-
vökvum er umsvifalaust gengið á
birgðir í beinum til að tryggja þessa
lífsnauðsynlegu starfsemi. Jafnskjótt
og kalkið hækkar í blóðinu eykst
aftur innistæðan í beinunum. Það er
því styrkur kalks í blóði sem ræður
miklu um hvort beinin styrkjast eða
veikjast.
D-vítamín og bein
D-vítamín gegnir einmitt því mikil-
væga hlutverki að hækka kalk í blóði
þegar þess er þörf. Það eykur upp-
töku kalks úr fæðunni og minnkar
kalktap um nýru. Skortur á D-vítamíni
kemur því fyrst og fremst fram sem
kalkskortur í beinum og þegar skort-
urinn kemst á hátt stig nefnist hann
beinkröm í börnum en beinmeyra hjá
fullorðnum. Beinkröm var algengur
hörgulsjúkdómur hér á landi fyrr á
árum rétt eins og víða á norðlæg-
um breiddargráðum. D-vítamín
myndast í húð ef sól nær að
skína á bert hörundið, en þá
þarf sólin að vera nægilega
hátt á lofti svo eitthvað ger-
ist. Hér á Íslandi getur D-víta-
mín til dæmis aðeins myndast í
húð frá því um miðjan mars fram
í september. Þess vegna mælast alla
jafna mun lægri gildi af D-vítamíni í
blóði Íslendinga síðla vetrar, jafnvel
það lág að það jaðrar við skort. Það
Sterk bein
brotna
síður
Laufey Steingrímsdóttir
prófessor við Rannsókna-
stofu í næringarfræði,
Háskóla Íslands og Land-
spítala háskólasjúkrahús
Eftir því
sem fjöldi sam-
fallsbrota eykst
hækkar dánar-
tíðnin.