Hugað að matnum fyrir beinin.
Kalkríkir drykkir styrkja beinin.
Hlutverk beinanna
erumörg
Beinin halda líkamanum uppréttum og mynda
þannig svokallað stoðkerfi ásamt vöðvum, sinum
og liðböndum. Beinin eru helsta kalkforðabúr
líkamans. Ef við fáum ekki nægjanlegt kalk úr
fæðunni notar líkaminn kalkið úr beinunum sem
getur leitt til þess að smám saman verða þau
veikbyggðari og þar með brothættari. Líkaminn
verður einnig að fá nóg af D-vítamíni til að nýta
kalkið úr fæðunni.
206 bein eru
í líkamanum
Í líkamanum eru 206 bein. Þau eru lifandi vefur og
halda áfram að endurnýja sig allt lífið en hægar
þegar við eldumst. Þegar við fæðumst eru beinin
brjóskkennd en með tímanum verða þau kalkmeiri,
þéttari og harðari. Þau vaxa á meðan líkaminn
stækkar, síðan þykkna þau og þéttast fram til 25 ára
aldurs. En allt lífið eru beinin að endurnýja sig og
þess vegna grær bein ef það brotnar.
Beinin vernda mikilvæg líffæri. Mænan liggur
inni í hryggsúlunni, hjarta og lungu eru varin í
brjóstholinu með rifbeinum og bringubeini og
heilinn er vel geymdur inni í höfuðkúpunni.
8