13
www.beinvernd.is
bætir ekki úr skák að það er mjög lítið
D-vítamín í flestum algengum mat.
Þess vegna er ástæða til að taka D-
vítamín aukalega, annaðhvort barna-
skeið af þorskalýsi eða vítamínbelgi
með um 10 míkrógrömmum (400 al-
þjóðaeiningum) af D-vítamíni á dag.
Hæfileikinn til að mynda D-vítamín í
húðinni minnkar eftir því sem aldur-
inn færist yfir og því þarf gamalt fólk
öðrum fremur að taka D-vítamín í lýsi
eða lýsispillum, og þá bæði vetur og
sumar.
Hvaðan fáum við
D-vítamínið?
Það er ekki nóg að borða fjölbreytt og
hollt fæði til að fá nóg af D-vítamíni.
Aðeins örfáar fæðutegundir innihalda
D-vítamín í einhverju magni, og þá
einna helst þorskalýsi og feitur fiskur
eins og síld og lax. Það ætti því ekki
að koma mönnum á óvart að D-vít-
amín er það næringarefni sem helst
er af skornum skammti í fæði fólks
hér á landi. Til að tryggja stöðuna er
beinlínis nauðsynlegt að taka lýsi eða
vítamínbelgi með D-vítamíni, nú eða
vera úti í sumarsól. Á markaðnum
eru mismunandi tegundir af lýsi, svo
ekki sé minnst á mismunandi bæti-
efnapillur, belgi og blöndur. Þorska-
lýsi og krakkalýsi innihalda hæfilegt
magn af D-vítamíni miðað við eina
litla skeið á dag (5–7ml). Ufsalýsi er
ekki jafn æskilegt fyrir beinin þar sem
það inniheldur margfalt meira A-vít-
amín, sem vegur upp á móti virkni
D-vítamínsins. Hákarlalýsi inniheldur
ekkert D-vítamín, svo það er ekki
góður kostur fyrir beinin.
Hvað þurfum við mikið af
D-vítamíni?
Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsu-
stöðvar er hæfilegt að börn og full-
orðnir að 60 ára aldri fái 10 míkróg-
römm af D-vítamíni á dag en þeim
sem komnir eru yfir sextugt er ráðlagt
að fá 15 míkrógrömm á dag. Ráðlegg-
ingar fyrir D-vítamín eins og mörg
önnur næringarefni eru í sífelldri end-
urskoðun, og von er á nýjum ráðlegg-
ingum frá norrænum hópi vísinda-
manna árið 2012 en á þeim byggja
íslensku ráðleggingarnar að hluta.
Margt bendir til þess að ráðlagður
dagskammtur fyrir D-vítamín verði þá
hækkaður fyrir fullorðna, hugsanlega
í 15 míkrógrömm. Á lýsisflöskum og
vítamínglösum er magn D-vítamíns
oft gefið upp í alþjóðaeiningum en
ekki míkrógrömmum og þá eru 600
alþjóðaeiningar sama sem 15 mík-
rógrömm. Margar rannsóknir benda
eindregið til þess að D-vítamín um-
fram 10 míkrógrömm, eða meiri úti-
vera í sól, stuðli ekki aðeins að betri
beinheilsu, heldur geti jafnvel haft
góð áhrif á fleiri líffærakerfi. Hingað
til hefur gætt nokkurrar íhaldssemi í
ráðleggingum um þetta fituleysan-
lega vítamín, og það ekki að ástæðu-
lausu því of mikið D-vítamín getur svo
sannarlega verið skaðlegt – beinlínis
eitrað – sérstaklega þegar börn eiga
í hlut. Ráðleggingar fyrir börn munu
því vafalítið verða óbreyttar, 10 mík-
rógrömm, það eru þeir fullorðnu sem
hefðu hugsanlega gott af heldur
meira D-vítamíni, jafnvel allt að 20
míkrógrömmum á dag.
Merkingar næringarefna á
matvælum og bætiefnum
geta verið villandi
Merkingar næringarefna í matvælum
fylgja evrópskri tilskipun og þar er
gerð sú krafa að miða við evrópska
ráðlagða dagskammta, ekki íslenska.
Íslenskar ráðleggingar fyrir D-vítamín
eru mun hærri en þær samevrópsku,
sem miða við suðlægari breiddar-
gráður og meira sólskin. Það getur
því verið meira en lítið villandi fyrir
íslenska neytendur að sjá merkingar
á matvælum sem sýna að þar sé
að finna 100% af ráðlögðum dag-
skammti af D-vítamíni. Þar er miðað
við 5 míkrógramma ráðlagðan dag-
skammt, sem er aðeins einn þriðji
af ráðleggingum fyrir eldri borgara á
Íslandi, og helmingur af ráðlögðum
dagskammti fyrir aðra aldurshópa.
Eina ráðið er að horfa algjörlega
framhjá prósentutölu af ráðlögðum
dagskammti á öllum matvælaumbúð-
um og bætiefnaumbúðum, en miða
við tölulegu upplýsingarnar, míkró-
grömm eða alþjóðlegar einingar.
Sætt ostabita-
salat með gras-
kersfræjum
Fyrir 4
Hráefni:
200 g 17% ostur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 dl ristuð graskersfræ
2 dl sætt mangó-chutney
1–2 hvítlauksgeirar
Aðferð:
Skerið ostinn í litla teninga ásamt
paprikunni, blandið öllu vel saman
og berið fram með söltu og grófu
kexi.
Hjá
vinnandi fólki
er læknakostnaður
tengdur samfalls-
brotum vegna
göngudeildarþjón-
ustu og
vinnutapi.