Previous Page  14 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 14 / 16 Next Page
Page Background

14

Góður kostur.

Hvað þurfum við mikið af

kalki?

Ráðlögð neysla á kalki er 800 milli-

grömm (0,8 g) á dag fyrir fullorðna,

karla jafnt sem konur og börn frá 6

ára aldri. Á unglingsárum er þörfin

meiri og þá er mælt með 1000 milli-

grömmum á dag. Þessar ráðlegg-

ingar eiga við alla sem ekki eru í sér-

stökum áhættuhóp fyrir beinþynn-

ingu, til dæmis vegna sjúkdóma. Í

slíkum tilvikum getur verið ástæða til

að taka enn meira kalk, og þá jafnvel í

formi kalktaflna frekar en í fæðu.

Hvaðan fáum við kalkið?

Mjólk, mjólkurmatur og ostar eru

mikilvægustu kalkgjafar fæðunnar

hér á landi. Ýmsar aðrar fæðutegund-

ir innihalda þó einnig töluvert af kalki.

Þar má nefna dökkgrænt grænmeti

eins og grænkál og brokkólí, sard-

ínur og aðra smáfiska, hnetur, fræ og

möndlur, sojabaunir, brúnar og hvítar

baunir, haframjöl og jafnvel hveiti.

Þótt allar þessar fæðutegundir veiti

kalk, gerir mjólkurmaturinn yfirleitt

gæfumuninn við okkar aðstæður því

aðrar kalkríkar matvörur eru sjaldan

borðaðar í nægu magni daglega til að

koma í stað mjólkurmatar. Sesamfræ

eru t.d. afburða kalkrík en flestum

væri sjálfsagt ofviða að innbyrða

100 grömm af sesamfræjum á dag.

Þótt líkaminn nýti kalkið úr mjólkur-

matnum ágætlega, er nýtingin jafnvel

betri úr sumum tegundum grænmetis

eins og grænkáli og brokkólíi. Þeir

sem forðast mjólk og mjólkurmat al-

gjörlega geta tryggt sér nægilegt kalk

með því að velja kalkbætta sojamjólk

og tofu ásamt miklu grænmeti, sér-

staklega grænkáli, brokkólíi eða hvít-

káli, og svo auðvitað sardínum.

Þótt mjólkin sé kalkrík er ekki þar

með sagt að það sé nauðsynlegt að

þamba kynstrin öll af mjólk. Raunar

þarf alls ekki að drekka mjólkina, því

ostar, sýrðar mjólkurvörur og mjólk

út á grauta, múslí eða morgunkorn

er nægur mjólkurmatur fyrir flesta

fullorðna. Ostur á tvær brauðsneiðar

inniheldur álíka mikið kalk og eitt

mjólkurglas.

Hvaða mjólk-

urvörur eru

hollastar?

Fleiri eiginleikar

fæðunnar skipta

máli fyrir holl-

ustuna en kalkið eitt

og sér. Mjólkurvörur eru t.d. bæði

misfeitar og mismikið sykraðar.

Mjólkurfitan er hörð fita og hækkar

kólesteról í blóði og mikill sykur er

engum hollur. Því er betra að velja

mjólkurvörur sem eru lítið eða ekki

sykraðar og eins þær sem eru minna

feitar. Fullorðnu fólki, sem drekkur

mjólk á annað borð, er því bent á

undanrennu, fjörmjólk eða jafnvel

mysu en léttmjólkin hentar flestum

unglingum og börnum frá leikskóla-

aldri til drykkjar.

Sýrðu mjólkurvörurnar eru líka mis-

hollar. Sumar algengar vörur eru

blandaðar rjóma og sykri og eru líkari

ábætisréttum en hversdagsmat. Það

er því um að gera að lesa innihalds-

lýsinguna á tilbúnu mjólkurvörunum,

rétt eins og öðrum unnum matvörum,

og kynna sér úr hverju þær eru gerðar.

Á hvaða aldursskeiði skipt-

ir mestu máli að fá nægi-

legt kalk og D-vítamín?

Æskan og ellin eiga ýmislegt sam-

eiginlegt. Því þótt holl fæða skipti

máli alla tíð fer ekki hjá því að ófull-

nægjandi næring hefur afdrifaríkari

afleiðingar á þessum tveimur ævi-

skeiðum. Á unglingsárum og fram

yfir tvítugt eru beinin að styrkjast og

þéttast. Þá getur nægilegt kalk og D-

vítamín ásamt hollri hreyfingu skipt

sköpum og stuðlað að hámarksbein-

þéttni. Hins vegar er lítill fengur í því

fyrir beinin að börn og unglingar inn-

byrði meira kalk en sem samsvarar

ráðlögðum dagskammti. Sú gamla

tugga, því meira – því betra, á ekki við

í þessu sambandi.

Á efri árum tapast kalk úr beinum

bæði karla og kvenna. Þá gegnir D-

vítamínið lykilhlutverki því rannsóknir

hafa sýnt að hægt er að hægja veru-

lega á þessum kalkmissi með því að

taka um 15 míkrógrömm af D-vítamíni

daglega, ásamt nægu kalki. Fólki sem

komið er yfir sextugt er því tvímæla-

laust ráðlagt að taka lýsi, lýsispillur

eða vítamínbelgi með D-vítamíni, og

gæta að magninu í pillunum, því oft

eru aðeins 5 míkrógrömm í hverri

pillu eða þaðan af minna.

Raunar er öllum aldurshópum hollt

að fylgja þessum ráðum, ekki síst

konum á fyrstu árum eftir breytinga-

skeiðið. Hið öra og mikla kalktap sem

verður eftir breytingaskeið kvenna

verður að vísu ekki að fullu bætt með

næringunni einni og sér en svo mikið

er víst að kalk og D-vítamín má alls

ekki skorta á þessum tíma.

Hvað fáum við mikið af

kalki og D-vítamíni?

Manneldisráð Ísland, síðar Lýðheilsu-

stöð, ásamt Rannsóknastofu í næring-

arfræði hefur kannað mataræði barna

og fullorðinna, og við Landspítala

–háskólasjúkrahús hafa verið gerðar

Áhrif

samfallsbrota

á lífsgæði eru

umtalsverð; minnkað

sjálfstraust, skert

líkamsímynd og

þunglyndi.