Previous Page  15 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 15 / 16 Next Page
Page Background

15

www.beinvernd.is

rannsóknir á beinheilsu, kalk- og D-

vítamínbúskap Íslendinga. Lengi vel

var kalkneysla Íslendinga nokkuð

rífleg, enda mjólkin óvenju mikil og

meiri en í flestum nágrannalöndum.

Undanfarinn áratug hefur hins vegar

orðið gjörbreyting á fæðuvenjum Ís-

lendinga og mjólkin minnkað ár frá

ári, m.a. hjá börnum og unglingum.

Kalkið hefur minnkað að sama skapi

og nú er svo komið að ungar stúlkur

fá rétt um ráðlagðan dagskammt af

kalki að meðaltali og þær sem borða

ekki mjólkurmat daglega eru undir

ráðlögðum dagskammti. Ennþá eru

mjólkurvörur langmikilvægasti kalk-

gjafi fæðunnar hér á landi, en aðeins

um 2% af kalki í fæði Íslendinga kem-

ur úr grænmeti og 15% úr kornvörum.

Hvað D-vítamínið varðar, er mun

algengara að þar sé pottur brotinn.

Bæði er neysla D-vítamíns langt

undir ráðlögðum dagskammti, og

eins hafa mælingar í blóði sýnt væg-

an skort af D-vítamíni, a.m.k. síðla

vetrar, hjá þorra fólks sem ekki tekur

annaðhvort lýsi, lýsispillur eða fjöl-

vítamín. Sem betur fer er til einfalt ráð

við þessum vanda, það er útivera og

bætiefni með D-vítamíni.

Standandi:

Standið og styðjið báðum höndum við vegg með þægilegt bil á milli handa og

handleggi beina. Beygið olnbogana og hallið beinum líkamanum upp að veggnum og látið

ennið snerta vegginn, ýtið frá og réttið rólega úr handleggjunum. Endurtakið 10–20 sinnum.

Liggjandi:

Liggið á grúfu, með hendur hjá öxlum og tábergið í gólfi. Lyftið beinum líkam-

anum upp, réttið vel úr handleggjunum og látið hann síga rólega niður.

Endurtakið 10–20 sinnum.

Liggjandi:

Liggið á bakinu með hné bogin, iljar í gólfi og handleggi niður með hliðum eða

á lærum. Spennið kviðinn með því að draga hann inn og þrýstið mjóbaki niður, haldið

spennunni í 1–2 sekúndur og slakið síðan á. Endurtakið í 10–20 sinnum.

Standandi:

Standið með bakið upp við vegg, gefið eftir í hnjánum og hafið handleggina

slaka niður með síðum. Dragið kviðinn inn og þrýstið bakinu og mjóbakinu upp að veggnum.

Gott að hugsa sér að það eigi að draga naflann aftur að hrygg, haldið í 1–2 sekúndur og

slakið á. Endurtakið 10–20 sinnum.

Standandi:

Standið bein með þægilegt bil á milli fóta og teygið handleggina fram. Beygið hné

og mjaðmir líkt og þið séuð að fá ykkur sæti og rísið rólega upp aftur.

Endurtakið 10–20 sinnum. Hægt að gera æfinguna og styðja sig við stólbak.

Liggjandi:

Liggið á grúfu (gott að hafa púða undir kviðnum) og teygið handleggi upp yfir

höfuð og horfið beint niður. Lyftið samtímis beinum hægri handlegg og beinum vinsti fæti,

haldið í 1–2-sekúndur og slakið á. Lyftið síðan samtímis beinum vinstri handlegg og beinum

hægri fæti, haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5–10 sinnum á hvora hlið.

Standandi:

Standið bein fyrir framan vegg (nálægt veggnum) og snúið ykkur að honum.

Lyfið báðum höndum upp yfir höfuð. Færið beinan hægri handlegg og beinan vinstri fót vel

aftur haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Færið beinan vinstri handlegg og beinan hægri fót

vel aftur haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5–10 sinnum á hvora hlið.

Standandi:

Standið bein (má styðja sig við vegg eða stólbak) með þægilegt bil á milli fóta.

Lyftið ykkur hátt upp á tábergið og sígið rólega niður á hæla. Endurtakið 10–20 sinnum.

Bakaður silungur

með fetaosti og

sýrðum rjóma

með graslauk

Fyrir 4

Hráefni:

800 g silungsflök

100 g fetaostur

100 g vorlaukur, fínt skorinn

2 msk graslaukur, grófsaxaður

100 g strengjabaunir, fínt skornar

Salt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Smyrjið eldfast form með smjöri,

raðið silungsflökunum í formið og

kryddið með salti og nýmuldum

svörtum pipar. Stráið vorlauk yfir,

strengjabaunum og graslauk. Setjið

að lokum fetaostinn yfir. Bakið við

180°C í 10–15 mínútur, eftir stærð

silungsins. Einnig er hægt að nota

lax í þennan rétt. Berið fram með

sýrðum rjóma með graslauk og

lauk, fersku salati og nýjum soðnum

kartöflum.

Ein kona

af hverjum fimm

eldri en 50 ára sem

fengið hefur samfalls-

brot í hrygg mun fá

annað samfallsbrot

innan tólf

mánaða.

Góðar æfingar

fyrir hrygg og

bein

Bakæfing

Ökklalyftur

Armbeygjur

Kviðæfing

Hnébeygjur