Previous Page  9 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 16 Next Page
Page Background

ww

Hryggbolur

Liðbolur:

Liðbolirnir mynda

burðarás líkamans.

Liðbogi:

Liðbogar mynda

mænugöngin og vernda mænuna.

Hryggtindur:

Hryggtindar liggja aftur

úr liðboganum og við þá eru bakvöðvarnir festir.

Þvertindur:

Þvertindar (hægri og vinstri) liggja

út frá liðboganum og við þá eru festir vöðvar.

Efri og neðri tindur:

Efri og neðri tindar tengja

hryggjarliðina saman, fyrir ofan og neðan.

Nesti

Hráefni:

Gróft brauð með kotasælu, osti og

kjúklingaskinku. Banani, kirsuberja-

tómatar og mjólk.

Hryggurinn

Hryggurinn ber uppi líkamann og virkar líkt og

dempari í bíl. Hann samanstendur af 24 hryggj-

arliðum, spjaldbeini og rófubeini. Hryggjarlið-

irnir eru tengdir saman með sterkum liðböndum

og á milli þeirra eru liðþófar. Við hryggjarliðina

eru einnig festir fjölmargir vöðvar sem halda

þeim í skorðum.

Hálsliðirnir eru 7

og eru minni og fínlegri en

hinir hryggjarliðirnir. Efsti hálsliðurinn kallast

banakringla og tengist við höfuðkúpuna.

Brjóstliðirnir eru 12

Rifbeinin eru föst við þá

og mynda brjóstkassann ásamt bringubeini.

Lendarliðir eru 5

og eru þeir stærri og grófari

en hinir hryggjarliðirnir enda hvílir mestur þungi

á þeim.

Neðst er svo spjaldhryggurinn og rófubeinið.

1

2

3

4

5

1

2

3

4

5

9

w.beinvernd.is