Beinvernd er aðili að alþjóðabein-
verndarsamtökunum IOF og hefur
tekið virkan þátt í starfsemi þeirra.
Sem fyrr er alþjóðlegi beinverndar-
dagurinn 20. október hápunkturinn
í sameiginlegu verkefni allra aðilda-
félaganna 196 frá 93 löndum í öllum
heimsálfum. Árið 2010 er tileinkað
samfallsbrotum í hrygg en það eru
algengustu brotin sem fólk hlýtur af
völdum beinþynningar og hafa mikil
áhrif á líf og lífsgæði þeirra er fyrir
þeim verða enda fylgja þeim yfirleitt
slæmir verkir, kryppa, hæðarlækk-
un, líkamleg hömlun og þunglyndi.
Þessi brot eru því miður vangreind
og þar af leiðandi vanmeðhöndluð
og því hafa aðildarfélögin innan IOF
tekið höndum saman um að vekja
athygli á þessum vanda. Eitt af því
sem félögin hafa gert er að beygja
þekktar byggingar og líkja þannig
eftir afleiðingum samfallsbrota í
hrygg undir kjörorðinu „Bognum
ekki vegna beinþynningar!“
Bognum
ekki...
Nokkrar staðreyndir
umsamfallsbrot
í hrygg
Samfallsbrot í hrygg geta valdið bakverkjum, lækkun á líkamshæð,
líkamlegri aflögun, skertri hreyfifærni, auknum fjölda legudaga á sjúkra-
húsi og jafnvel skertri lungnastarfsemi. Áhrif þessara brota á lífsgæði eru
umtalsverð vegna þess að sjálfsöryggi minnkar, líkamsvitundin bjagast og
hætta á þunglyndi eykst. Samfallsbrot í hrygg hafa veruleg áhrif á athafnir
daglegs lífs.
Talið er að einungis um þriðjungur brotanna fái læknisfræðilega greiningu
og vanmat á greiningu slíkra brota er alþjóðlegt vandamál. Hlutfall sam-
fallsbrota í hrygg sem ekki eru greind er um 46% í Suður-Ameríku, 45% í
Norður-Ameríku, og 29% í Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu.
Eftir sjúkrahúslegu vegna samfallsbrots í hrygg eru umtalsvert auknar líkur
á endurinnlögn vegna endurtekinna brota á næstu árum eftir fyrsta brot og
fyrstu sjúkrahúslegu.
Tíðni samfallsbrota í hrygg eykst með hækkandi aldri hjá báðum kynjum.
Flestar rannsóknir benda til þess að fjöldi brota hjá körlum sé svipaður eða
jafnvel meiri en hjá konum á aldrinum 50–60 ára.
Samfallsbrot í hrygg eru tengd við aukna áhættu á endurteknum samfalls-
brotum og öðrum beinbrotum. Konur sem fá samfallsbrot eru í talsvert auk-
inni áhættu á endurteknu samfallsbroti innan næstu 1–2 ára frá fyrsta broti.
1
2
3
4
5
-Advertising Agency