Previous Page  5 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 16 Next Page
Page Background

5

www.beinvernd.is

sæti og allt annað þurft að víkja fyrir

honum. Ég hef sjálf ekki litið svo á að

ég væri að fórna öðru þar sem það

hefur verið svo gaman í boltanum og

hann gefið mér alveg ótrúlega mikið.

Ég hef enga ákvörðun tekið um fram-

haldið.

Landsliðinu hefur gengið vel og

mikil stemning skapast í kringum

liðið, segðu okkur aðeins frá því.

Já, það hefur verið mjög gaman í lands-

liðinu. Sérstaklega var ánægjulegt að

fara í úrslitakeppni Evrópumótsins. Í lið-

inu eru frábærar stelpur og mjög sam-

heldinn hópur sem hefur sett sér háleit

markmið. Hins vegar má ekki gleyma

því að landsliðið hefur áður náð góðum

árangri eins og árið 1994 þegar við

komumst í 8-liða úrslit Evrópukeppn-

innar. Það ár voru aðeins fjögur lið í úr-

slitum. Fjölmiðlaumfjöllunin var þá lítil

og því ekki mikið tekið eftir okkur. Þetta

hefur sem betur fer breyst í dag.

Maðurinn þinn spilaði fótbolta,

skiptir það máli fyrir þig?

Já, það skiptir öllu máli. Hann skilur

af hverju ég er að verja svona miklum

tíma þetta. Því miður fær hann stund-

um þó að finna fyrir því ef það er mik-

ið að gera hjá mér eins og stundum

vill verða.

Einhver skilaboð til ungu kynslóð-

arinnar ... og þeirra sem eldri eru?

Prófið sem flestar íþróttir og þá finnið

þið örugglega eitthvað sem ykkur

þykir skemmtilegt og getið haldið

áfram að fást við. Þið komist í form,

eignist vini og lærið að vera hluti af

stærri heild. Borðið hollan mat og

gætið að því að fá nægilega mikinn

svefn. Til þeirra eldri: Borðið fjöl-

breytt fæði og hreyfið ykkur a.m.k.

þrisvar sinnum í viku. Hreyfingin er

jafn mikilvæg og mataræðið. Farið

aldrei í megrunarkúra, þeir virka yfir-

leitt bara til skamms tíma.

Eitthvað að lokum?

Það hefur sýnt sig í rannsóknum að

börn sem hreyfa sig ekki fyrir ung-

lingsaldur eru ólíklegri til að gera það

síðar. Ég hvet því alla foreldra til þess

að hafa börn sín í einhvers konar

skipulagðri hreyfingu. Leikfimin í

skólunum er oft frábær en hún er yfir-

leitt ekki nóg.

Beinvernd óskar Katrínu góðs gengis

í leik og starfi.

Kjúklingasæla

Fyrir 4

Hráefni:

3–4 kjúklingabringur (ca. 500 g)

1 laukur

½ pakki sveppir (125 g)

1 rauð paprika

150 g gulrætur

1 lítil dós kotasæla

1 dl hrein jógúrt

1 msk tandoori-krydd frá Potta-

göldrum

2–3 tsk mangó-chutney

Maldon-salt

Olía til steikingar

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í bita og

steikið í olíu á pönnu. Kryddið með

tandoori-kryddinu og klípu af Mal-

don-salti. Skerið lauk, sveppi, papr-

iku og gulrætur smátt og skellið á

pönnuna. Setjið kotasæluna saman

við og látið hitna ásamt hreinu jóg-

úrtinni. Setjið mangó-chutneyið út í

og látið malla um stund eða þar til

gulræturnar eru farnar að mýkjast.

Þá er ef vill hægt að þykkja sósuna,

t.d. með sósujafnara. Borið fram

með hrísgrjónum og e.t.v. góðu

salati.

Læknirinn Katrín

.