2
Viltu gerast félagi?
Þeir sem hafa áhuga á að gerast
félagar í Beinvernd geta haft sam-
band við Halldóru Björnsdóttur, fram-
kvæmdastjóra félagsins, í síma eða
sent tölvpóst. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Beinvernd
Pósthólf 161 · 270 Mosfellsbær
Sími 897 3119 · www.beinvernd.is
Göngum
hnarreist
Landssamtökin Beinvernd hafa verið
starfrækt síðan árið 1997. Á undan-
förnum árum hefur félagið gefið út
árleg fréttabréf í tilefni af alþjóðlega
beinverndardeginum sem og fræðslu-
bæklinga og haldið úti heimasíðunni
www.beinvernd.is og Facebook-síðu:
www.facebook.com/beinvernd.is Auk
þess hafa verið haldnir fræðslufyrir-
lestrar, bæði fyrir almenning og heil-
brigðisstarfsfólk.
Beinvernd er aðili að IOF (International
Osteoporosis Foundation), alþjóð-
legum samtökum beinverndarfélaga
og tekur því virkan þátt í alþjóðlegu
beinverndarstarfi. Þess má geta að dr.
Björn Guðbjörnsson er formaður inn-
tökunefndar IOF þar sem farið er yfir
umsóknir nýrra aðildarfélaga. Bein-
vernd hefur unnið til viðurkenninga
innan IOF fyrir framsækið beinverndar-
starf, fyrst árið 2002 og síðan aftur árið
2005.
Þann 20. október ár hvert halda að-
ildarfélög innan IOF upp á alþjóðlegan
beinverndardag og segja má að það sé
hápunktur starfseminnar. Markmiðið
með slíkum degi er að vekja almenning
og stjórnvöld til vitundar um beinþynn-
ingu, hve alvarlegur sjúkdómurinn er,
sársauka þeirra einstaklinga sem af
honum þjást, kostnað þjóðfélagsins og
síðast en ekki síst forvarnarstarfið og
þau ráð sem til eru varðandi greiningu
sjúkdómsins og meðhöndlun.
Beinvernd tekur á hverju ári þátt í
ýmsum sameiginlegum verkefnum
með öðrum félagasamtökum. Á þessu
ári voru verkefnin m.a. stefnumót við
„þriðja geirann“ í boði heilbrigðisráð-
herra, málþingi um mikilvægi íþrótta-
kennslu í framhaldsskólum, heilsuviku
í Mosfellsbæ, sem og lokahófi hjá Ást-
björgu Gunnarsdóttur íþróttakennara
sem hefur verið með hóp sinn HRESS
í 51 ár, auk þess að styðja við bein-
verndarátök víða um land.
Fulltrúar félagsins hafa komið fram í
fjölmiðlum og rætt um beinþynningu út
frá ýmsum sjónarhornum.
Um Beinvernd
Þú hefur nú í höndunum Fréttabréf
Beinverndar en því er ætlað að vekja at-
hygli almennings og stjórnvalda á bein-
þynningu sem heilsufarsvandamáli.
Eins og á síðasta ári er fréttabréfið gef-
ið út þann 20. október. Þann dag halda
alheimssamtök 196 beinverndarfélaga
upp á hinn alþjóðlega beinverndardag
og þar er Beinvernd engin undan-
tekning. Þema beinverndardagsins nú
á árinu 2010 er samfallsbrot í hrygg
en það eru algengustu brotin sem fólk
hlýtur af völdum beinþynningar. Því
miður liggur læknisfræðileg greining
ekki til grundvallar stórum hluta þeirra
og þar með fæst ekki viðeigandi með-
ferð. Þessu þarf að breyta.
Til að setja hlutina í samhengi þá er
áætlað að ein af hverjum fjórum konum
eldri en 50 ára og önnur hver kona
eldri en 80 ára fái samfallsbrot í hrygg
af völdum beinþynningar. Þessi brot
hafa mikil áhrif til hins verra á lífsgæði
einstaklinga enda fylgja þeim slæmir
verkir, kryppa, hæðarlækkun, bæklun
og þunglyndi. Þess utan þá fylgja mjög
oft fleiri samfallsbrot í kjölfar fyrsta sam-
fallsbrots í hrygg. Í versta falli hellist yfir
einstaklinginn „hrina“ samfallsbrota á
tiltölulega stuttum tíma og hann verður
aldrei samur eftir.
Lesandi góður.
Ég hvet þig til þess að
kynna þér vel efni þessa fréttabréfs.
Þekking og skynsamlegur lífsmáti er
besta vopnið gegn beinþynningu og
samfallsbrotum í hrygg. Göngum hnar-
reist til móts við framtíðina og samein-
umst með alþjóðlegu beinverndarsam-
tökunum í framtíðarsýn um veröld án
beinþynningarbrota.
Lifið heil
Eyrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur