3
www.beinvernd.is
Beinvernd er mikilvæg alla ævi. Gæta
þarf að því að fæðan sem neytt er inni-
haldi nægilegt kalk og ekki má gleyma
D-vítamíninu, t.d. með því að taka lýsi
daglega.
Reglubundin hreyfing, helst á hverjum
degi í 30 mínútur í senn þar sem líkam-
inn heldur uppi sinni eigin þyngd.
Koma þarf í veg fyrir byltur, m.a. með
því að ganga í góðum skóm, hafa góða
lýsingu innandyra og forðast lausar
snúrur og mottur. Einnig þarf að gæta
að hálku bæði innan dyra og utan.
Best er að forðast reykingar og áfengi.
Að afla sér upplýsinga með því að hafa
samband við Beinvernd og sækja um
aðild að félaginu.
Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem
einkennist af því að steinefnamagn í
beinvefnum minnkar, sem leiðir síðan
til þess að beinin verða veikbyggðari
en ella. Afleiðingarnar eru aukin hætta
á beinbrotum. Algengustu brotin eru
samfallsbrot í hrygg, framhandleggs-
brot og mjaðmarbrot. Fólk sem er með
beinþynningu á háu stigi getur brotnað
við venjulegar athafnir í daglegu lífi,
við lítinn eða engan áverka, jafnvel við
handtak eða faðmlag. Margir einstak-
lingar sem eru með beinþynningu vita
ekki af því að þeir eru haldnir sjúkdóm
num þar til þeir hafa brotnað einu sinni
eða oftar og síðan farið í beinþéttni-
mælingu. Þetta er því dulinn eða þögull
sjúkdómur sem er útbreiddur um allan
heim. Samkvæmt upplýsingum frá al-
þjóðlegu beinverndarsamtökunum IOF
er áætlað að þriðja hver kona og átt-
undi hver karl brotni af völdum bein-
þynningar einhvern tíma á ævinni.
Algengasta orsök beinþynningar eru
hormónabreytingar sem verða í líkama
kvenna við tíðahvörf, en einnig geta
aðrir sjúkdómar og lyf valdið beinþynn-
ingu.
Bláber í grískri
jógúrt
Beinþéttnin mæld
.
Líkamleg hreyfing styrkir beinin.
Beinþynning
Fyrir 8–10
Frískandi ábætisréttur sem er ein-
faldur og gómsætur. Góður eftir mat,
með kaffinu eða í saumaklúbbnum.
Hráefni:
200 g hafrakex (t.d. Snap Jacks)
80 g smjör, brætt
2 msk sykur (um 26 g)
200 g fersk bláber (eða jarðarber í
bitum, helst íslensk)
300 g grísk jógúrt frá MS
3 dl rjómi 36%
60 g flórsykur
Kanill af hnífsoddi
Súkkulaðispænir eða brætt súkkul-
aði til skrauts en annars má skreyta
með súkkulaðiíssósu sem harðnar.
Aðferð:
Botninn: Hafrakexið mulið. Gott er að
setja kexið í matvinnsluvél en þá þarf
að gæta þess að kexið verði ekki of
fínt mulið. Smjörið brætt. Sykrinum og
smjörinu blandað saman við kexið.
Blandað vel saman og þrýst í botninn á
litlu eldföstu móti. Sett í kæli.
Ber og jógúrtlag: Byrjið á að þeyta
jógúrtina í hrærivél og hellið rjómanum
rólega saman við. Við þeytinguna eykur
blandan rúmmál sitt um 50% og er full-
þeytt þegar mjúkir toppar myndast og
blandan heldur formi. Hraðinn er þá
minnkaður og í lokin er flórsykri og kanil
bætt út í. Þegar jógúrtblandan er klár er
berjunum dreift yfir kexbotninn, jógúrt-
blöndunni hellt yfir og hún jöfnuð í form-
ið með skeið og skreytt með súkkulaði.
Gott að setja í kæli í a.m.k. 30 mínútur
áður en rétturinn er borinn fram. Ekkert
síðra daginn eftir.
Helstu forvarnir
Samfallsbrot
í hrygg eru algeng-
ustu beinþynningar-
brotin en samt eru
þau að miklum hluta
hvorki greind né
meðhöndluð.