Previous Page  4 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 16 Next Page
Page Background

4

Ein besta leiðin til að byggja upp

sterk bein og viðhalda þeim er að

stunda íþróttir frá unga aldri. Þær

íþróttir sem best eru til þess fallnar

eru íþróttir sem reyna kröftuglega

á beinin. Má þar nefna boltaíþróttir

eins og fótbolta, handbolta, körfu-

bolta og blak, svo og allar íþróttir

sem fela í sér hreyfingu með hjálp af

þunga líkamans.

Katrín Jónsdóttir, læknir og fyrirliði

íslenska kvennalandsliðsins í fót-

bolta og Íslandsmeistara Vals, er ein

af okkar ástsælustu íþróttakonum og

fyrirmynd margra ungra íþróttaiðk-

enda. Beinvernd tók Katrínu tali.

Hvar og hvenær ertu fædd?

Ég er fædd í Reykjavík þann 31. maí

árið 1977. Ég ólst upp í Kópavogi en

fluttist 7 ára til Noregs og var þar til

11 ára aldurs. Flutti þá aftur í Kópa-

voginn.

Hvenær byrjaðir þú í fótbolta og

hvernig hefur ferill þinn í fótbolta

gengið í stuttu máli?

Ég byrjaði að æfa fótbolta 8 ára göm-

ul með Koll (liði í Ósló, Noregi). Þá lék

ég með Breiðabliki 11 ára gömul og

spilaði með Blikum þar til ég fluttist

á ný til Noregs árið 1997 (fyrir utan

eitt ár í Stjörnunni, 1995). Í Noregi lék

ég lengstum með Kolbotn en einnig

eitt ár með Amazon Grimstad. Eftir

það hef ég spilað með Val, 2004 og

2006–2010. Ég varð Noregsmeistari

tvisvar sinnum og þá hef ég orðið Ís-

landsmeistari ellefu sinnum og bikar-

meistari sex sinnum. Ég hef komist í

16-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða

og í úrslitakeppni Evrópumóts lands-

liða. Auk þess hef ég verið fyrirliði hjá

Val og landsliðinu og spilað 102 leiki

með A-landsliðinu.

Hverjir hafa haft mest áhrif á þig og

verið þínar helstu fyrirmyndir?

Foreldrar mínir hafa ávallt verið mínar

mestu fyrirmyndir og veitt mér mikinn

stuðning gegnum árin. Það er ótrú-

legt, en þau eru enn að mæta á leiki

hjá mér! Þá hefur eiginmaðurinn veitt

mér gríðarmikinn stuðning síðustu

ár. Mér hefur líka alltaf fundist Vigdís

Finnbogadóttir rosalega flott og var

hún og er mér enn mikil fyrirmynd.

Til að ná árangri þarf að hugsa vel

um heilsuna og huga m.a. að nær-

ingunni. Getur þú sagt okkur frá

þínum viðhorfum og venjum í því

efni?

Á unglingsárunum hugsaði ég lítið

um það hvað ég borðaði. Á heimili

mínu var hins vegar hollur matur, og

þar borðaði ég mest allra! Síðar fór

ég aðeins meira að hugsa um inni-

hald fæðunnar. Ég legg mikla áherslu

á að borða fjölbreytta fæðu og borða

mjög mikið og oft meira en eiginmað-

urinn! Það er mikilvægt að hafa næga

orku til að geta klárað fótboltaæfing-

arnar nægilega vel. Ekkert er vitlaus-

ara en að koma svangur á æfingu. Þá

er mikilvægt að mæta á æfingar til að

bæta sig og æfa, ekki að vera þjálf-

aður og bíða eftir að einhver annar

geri mann betri. Það er líka brýnt að

vera skynsamur og eftir því sem ég

hef orðið eldri hef ég tekið eftir því að

hvíldin er alveg jafn nauðsynleg og

sjálf hreyfingin.

Hvernig gekk að sameina nám og

að vera í afrekshópi í íþróttum?

Það gekk mjög vel til að byrja með,

enda skipulagði ég tíma minn vel. En

síðasta árið ákvað ég að taka mér hlé

frá fótboltanum (í rauninni sagðist ég

vera hætt á þessum tíma) til að geta

einbeitt mér enn betur að náminu.

Hvers vegna valdir þú læknisfræði

og hvernig gengur að sameina

læknisstarfið og fótboltann?

Ég hafði alltaf hug á að fara í efna-

fræði eða lífefnafræði. Þegar ég svo

komst inn í læknisfræði í Háskólanum

í Ósló ákvað ég að láta á það reyna.

Ég hef alltaf haft áhuga á því að

hjálpa fólki og sjá árangur af störfum

mínum. Fyrstu árin gekk ágætlega að

sameina vinnuna og fótboltann, en

ég verð að viðurkenna að það hefur

verið erfiðara síðustu 2–3 árin, sér-

staklega þar sem lítið hefur verið um

sumarfrí. En það er tími til að hvíla sig

síðar!

Telur þú að þú hafir þurft að færa

miklar fórnir fyrir fótboltann og

ætlar þú að halda lengi áfram á

þeirri braut?

Fótboltinn hefur ávallt verið í fyrsta

Katrín með íslenska landsliðinu á EM

.

Katrín fyrirliði Vals.

Konameð sterk bein

Rætt við Katrínu Jónsdóttur

lækni og fyrirliða íslenska

kvennalandsliðsins í fótbolta